Heilbrigðisþjónusta við aldraða

Share on facebook
Share on twitter
  1. Samhliða stórsókn í fjölgun hjúkrunarrýma verður lögð áhersla á markvissari heilbrigðisþjónustu við aldraða og aukið forvarnarstarf með heilsueflingu og endurhæfingu. Heilbrigðisþjónusta við aldraða er eitt af megináherslumálum ráðherra á þessu ári. Í þeirri vinnu verði áhersla lögð á heildarmyndina og það sem snýr að öldruðum sem þurfa á þjónustu heilbrigðiskerfisins að halda, hvort heldur er á fyrsta, öðru eða þriðja þjónustustigi þess. Fundað hefur verið með sérfræðingum á sviði öldrunarlækninga á Landspítalanum og fleiri fundir eru áformaðir þar sem ráðherra mun m.a. kynna sér sjónarmið fagfólks sem starfar á sviði forvarna og endurhæfingar auk notenda þjónustunnar. Þessi vinna er meðal annars ætluð sem liður í undirbúningi aðgerðaáætlunar til fimm ára á grundvelli
    heilbrigðisstefnu til ársins 2030 sem nú er til umfjöllunar á Alþingi.