Grunnskýrsla um kynjaða fjárlagagerð gefin út í fyrsta sinn

Share on facebook
Share on twitter

Grunnskýrsla um kynjaða fjárlagagerð er nú gefin út í fyrsta sinn í samræmi við fimm ára áætlun um kynjaða fjárlagagerð 2019-2023 sem samþykkt var í ríkisstjórn 26. október sl. Skýrslunni er ætlað að varpa ljósi á þær áskoranir sem til staðar eru í jafnréttismálum og takast má á við með markmiðssetningu í fjármálaáætlun og fjárlagafrumvarpi. Samhliða útgáfu skýrslunnar er jafnframt opnað svæði sem birtir útdrátt úr allra helstu niðurstöðum greininganna.