Bann við burðarplastpokum

Share on facebook
Share on twitter

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur mælt fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir sem varðar notkun burðarpoka.

Lagt er til í frumvarpinu að frá og með 1. júlí 2019 verði óheimilt að afhenda alla burðarpoka, þar með talið burðarpoka úr plasti, án endurgjalds á sölustöðum vara og skuli gjaldið vera sýnilegt á kassakvittun. Frá og með 1. janúar 2021 verði síðan óheimilt fyrir verslanir að afhenda burðarpoka úr plasti, hvort sem er með eða án gjalds. Bannið sjálft á þannig við um plastpoka en ekki burðarpoka úr öðrum efnum.

Með því að banna plastpoka tökumst við á við það mikla magn plastpoka sem er í umferð og það er mikilvægt. Bannið hefur hins vegar víðtækari áhrif. Það snertir daglegt líf okkar og virkjar okkur með beinum hætti við að hugsa um lausnir án plasts. Aðgerðin vekur upp nauðsynlega umræðu um plastmengun, neyslu og sóun og fær okkur til að hugsa á annan hátt en áður um plast og eigin neyslu.