Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum kynnt

Share on facebook
Share on twitter

Sjö ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu viðamikla aðgerðaáætlun í loftslagsmálum í september. Markmiðið með áætluninni er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að aukinni kolefnisbindingu þannig að Ísland geti staðið við markmið sín í loftslagsmálum. Alls verður 6,8 milljörðum króna varið til sérstakra aðgerða í loftslagsmálum á næstu fimm árum, sem er stórfelld aukning frá því sem verið hefur.